fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Endalok vídeóleiganna

Egill Helgason
Mánudaginn 31. desember 2012 04:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þrjátíu árum hófst tími vídeóleiganna. Vídeóleigur voru út um allt. Það var sagt að í Bolungarvík væru fjórar leigur. Í borginni voru þær á hverju horni.

Fyrst var náttúrlega litið á þetta sem böl – að allir væru að góna á vídeó í staðinn fyrir að lesa fornsögurnar.

Það þótti afar flott að halda boð þar sem líka var boðið upp á vídeó. Svo voru vídeókvöld þar sem fólk horfði á þrjár eða fjórar myndir í trekk.

En nú er tími þeirra að líða undir lok. Vídeóleigurnar loka hver af annarri. Það sem þótti ótrúleg nýung fyrir þrjátíu árum virkar nú mjög gamaldags. Síðast lokaði vídeóleigan í Lágmúla – hún var eitt sinn sú stærsta á landinu og hafði komið sér upp ótrúlegum skuldum.

Mér telst svo til að í vestan Kringlumýrarbrautar,  þar sem ég þekki til, séu nú einungis fjórar vídeóleigur, kannski fimm. Það er ekki neitt miðað við það sem var áður.

Fólk hleður niður ótrúlega miklu efni af netinu, mikið af því er stolið – það er ekki sérlega mikil reisn yfir því. Og svo eru sjónvarpsveiturnar komnar með sínar vídeóleigur. Efnisframboðið þar er reyndar afar takmarkað. Manni sýnist líka að útgáfa á mynddiskum fari minnkandi – skiljanlega.

Vonandi lifa þó leigur eins og Laugarásvídeó og Aðalvídeóleigan þangað sem fólk getur sótt sér öðruvísi kvikmyndir en eru alls staðar á boðstólum, klassískar myndir, myndir á öðrum tungumálum en ensku, heimildarmyndir. Þessar vídeóleigur eru réttnefndar menningarstofnanir.

Gunnar Jósefsson er eigandi hinnar gagnmerku leigu Laugarásvídeós. Þar má til dæmis finna mikið úrval heimildarmynda um þjóðfélagsmál.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“