fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Manndómur Piers Morgan

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. desember 2012 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan var í Bretlandi varð hann ein af táknmyndum hins illa fjölmiðlaveldis Murdochs. Hann var ritstjóri sorpblaða eins og News of the World og The Sun. Hann er sagður hafa átt þátt í hlerunahneykslinu sem hefur skekið Murdoch-fjölmiðlana í Bretlandi.

En nú er hann kominn til Ameríku og starfar sem þáttastjórnandi á CNN. Hann varð frægur vestan hafs þegar hann var dómari í þáttunum America´s Got Talent.

Það er ekki alltaf sérlega merkileg stöð. Um daginn kom hingað fréttamaður af CNN, Richard Quest, að nafni, hann aflaði frétta með því að rúnta um með Ólafi Ragnari Grímssyni og sjóða saman einhverja vitleysu upp úr því.

En Piers Morgan hefur sýnt óvæntan manndóm síðustu daga, svo mjög að uppi eru kröfur um að reka hann burt frá Bandaríkjunum, 31 þúsund Bandaríkjamenn hafa skrifað undir áskorun þessa efnis.

Morgan hefur tekið harða afstöðu gegn byssubrjálæðinu sem tíðkast vestra.

Ballið byrjaði þegar Morgan tók viðtal við karlmann sem er frammámaður í samtökum byssueigenda. Byssumaðurinn sagði að harðari reglur um sölu skotvopna myndu ekki hafa þau áhrif að fækka dauðsföllum vegna þeirra. Hann hélt áfram og sagði að þar sem byssur væru útbreiddar væri morðtíðni mjög lág.

„Þú ert mjög heimskur maður,“ sagði Morgan.

Hann endaði svo viðtalið með því að segja um viðmælenda sinn að hann væri hættulegur maður sem væri að breiða út hættulega vitleysu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu