fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Gamlir – og fremur nýir jólasiðir

Egill Helgason
Laugardaginn 22. desember 2012 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið gaman að spá í hefðir – uppruna þeirra og hversu gamlar þær eru. Oft kemur á óvart hvað þær eru í raun ungar.

Það er til dæmis skötuát á jólum. Þegar ég var að alast upp stundaði nokkuð fámennur hópur skötuát – það var aðallega fólk sem var ættað að vestan.

Nú er þetta útbreiddur siður – og skata á boðstólum á fjölda veitingahúsa og heimila. Í stigagöngum fjölbýlishúsa er deilt um skötufýlu, ég er ennþá með hana í skyrtunni síðan ég fór inn í fiskbúð í dag.

Svo er það laufabrauðið. Þegar ég var strákur var það bundið við fólk að norðan. Í búðum fékkst ekki laufabrauð – ég sá þetta aldrei nema hjá frænku minni sem var úr Húnavatnssýslu. Aðrir ættingjar mínir voru að sunnan og þekktu ekki þennan sið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu