fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Höft til frambúðar

Egill Helgason
Föstudaginn 21. desember 2012 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa verið uppi miklar heitstreingingar um afnám gjaldeyrishafta. Í lögum stendur að þau skuli hverfa fyrir árslok 2013. Viðskiptaráð var með vinnuhóp sem taldi að ekkert mál yrði að afnema höftin á einu ári, þar sátu ýmsir stórlaxar úr viðskiptalífinu. Forstjóri Kauphallar Íslands hefur margsinnis talað um að léttur leikur væri að losna við höftin.

Og stjórnmálamenn hafa ýmsir talað í þá veru að þetta sé stærsta málið á Íslandi.

En sá pólitíski veruleiki sem nú blasir við er annar. Það hefur myndast politísk samstaða á þingi um að hafa gjaldeyrishöft áfram ótímabundið. Það er líka að myndast samstaða um að ríkisstjórnin fái völd yfir nauðasamningum bankanna svo þeir ógni ekki stöðugleika. Þetta eru merkileg tíðindi.

Það er auðvitað ómögulegt að spá hversu höftin verða lengi í gildi nú þegar svona er komið. Síðasta haftatímabil stóð í marga áratugi. Við verðum býsna lengi að bíta úr nálinni með efnahagshrunið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?