fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Hvað verður um ESB-umsóknina eftir kosningar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. desember 2012 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði greinarkorn í fyrradag þar sem ég sagði að ESB væri óseljanleg vara á Íslandi eins og hinn pólitíski veruleiki er – bæði hér heima og í Evrópu.

Ég hygg að sé ekkert ofmælt í þessu sambandi.

Aðeins tveir stjórnmálaflokkar fara í næstu kosningar sem beinlínis eru hlynntir aðild, Samfylkingin og Björt framtíð. Flokkarnir ná í mesta lagi 35 prósenta fylgi sameiginlega – líklega verður það þó nokkuð minna.

Hinir flokkarnir sem fara í kosningar með fyrirheit um að hætta viðræðum – og nokkuð stríðan málflutning þess efnis – munu væntanlega gera eitt af þessu þrennu:

Slíta viðræðunum.

Fresta viðræðunum.

Efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um áfrahald viðræðna.

Slík atkvæðagreiðsla yrði ábyggilega mjög ófriðleg, en hún er í raun besti „díllinn“ sem aðildarsinnar geta fengið. Það er alltaf möguleiki að framhald viðræðna verði samþykkt.

En það tjóar ekki mikið þótt Írar, sem eru að taka við forystu í ESB, segist ætla að hraða viðræðunum við Íslendinga. Það er heldur seint í rassinn gripið, nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru til alþingiskosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?