fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

ESB er óseljanleg vara

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. desember 2012 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ályktun utanríkismálanefndar staðfestir það sem reyndar hefur lengi legið fyrir – að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er í raun farin út um þúfur. Það breytir ekki miklu þótt Jón Bjarnason og Ragnheiður Elín Árnadóttir séu á leið í prófkjör, það kann vel að vera skýringin á þessari atburðarás en það er ekkert aðalatriði.

Í dag eru opnaðir stórir kaflar í samningaviðræðunum, það er ekki vonum seinna, og á sama degi verður þessi uppákoma

Það má vera að enn sé naumur meirihluti fyrir umsókninni á Alþingi, en hann verður ekki fyrir hendi eftir kosningar. Mikill meirihluti þjóðarinnar er líka á móti aðild – sá meirihluti fer vaxandi fremur en hitt.

Það er óhugsandi að mynduð verði evrópusinnuð ríkisstjórn eftir kosningar. Það er ekki tölfræðilegur möguleiki. Skásta útkoma stuðningsmanna aðildar gæti verið sú að málið yrði sent í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar gæti verið glufa að áframhaldandi viðræður verði samþykktar.

Umræðan verður stöðugt heiftúðugari – sumt sem birtist, meira að segja á vefsíðum fyrrverandi ráðherra, er reyndar hálf galið – og flokkarnir fylgja á eftir, manni sýnist að málflutningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði þannig fyrir kosningar að forysta þessara flokka eigi ekki neinn kost annan en að slíta viðræðunum, ef þeir komast til valda. Þó verður að geta þess að slík viðræðuslit yrðu að sumu leyti andstæð þeim aðferðum sem Sjálfstæðismenn iðkuðu lengstum í utanríkispólitík.

Það er auðvitað hugsanlegt að Samfylking eða Björt framtíð – einu evrópuflokkarnir – komist í ríkisstjórn. En hafa þeir þá nokkra samningsstöðu? Hvaða kröfur geta þeir gert?

Taktík Samfylkingarinnar – og bæði Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall voru þar innan dyra á þeim tíma – byggði á að hægt væri að koma Íslandi fljótt og örugglega í Evrópusambandið. Þá voru horfur á því að kreppan hér yrði löng og djúp, en Evrópa virtist vera í lagi. Svo tók Ísland aftur að rísa en Evrópa byrjaði að sökkva. Þá var ekki til neitt plan b nema að draga umræðurnar á langinn í von um að úr rættist.

Og þótt launin séu bágborin á Íslandi og vextirnir háir er óvissan í Evrópu einfaldlega svo mikil að ESB freistar ekki. Evrópusambandið er óseljanleg vara á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?