fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Aðalstræti anno 1905

Egill Helgason
Mánudaginn 17. desember 2012 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjallaranum í Iðuhúsinu við Lækjargötu getur að líta þetta stórfenglega líkan – Aðalstræti eins og það leit út árið 1905. Það eru Finnur Arnar Arnarson og Þórarinn Blöndal sem hafa gert líkanið og óhætt að segja að þeir hafa nostrað við verkið.

Á þessari efri myndinni er horft suður Aðalstræti frá Hótel Íslandi, sem stóð þar sem nú er Ingólfstorg, þarna má sjá Fjalaköttinn, það mikla stórhýsi, það var illu heilli rifið 1985.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort óðir menn hafi stjórnað borginni, slík var skemmdarfýsnin. Fjalakötturinn hvarf þegar orðin var nokkur vakning um vernd gamalla húsa, áður höfðu Uppsalir verið rifnir – það er stórbyggingin sem sést á neðri myndinni, með turninum, og var á horni Aðalstrætis og Túngötu.

Þar á móti var Fógetagarðurinn og við norðurhlið hans stórt og glæsilegt hús sem stóð fram undir 1970.

Nokkur hús í Aðalstræti brunnu svo – mér er minnisstætt að ég horfði á eitt þeirra fuðra upp á gamlárskvöld þegar ég var unglingur. Brunarnir voru ekki síst af vanhirðu – kannski vegna þess að fólki var sama um þessi hús.

Nú tregar maður þau – líkanið sýnir ágætlega hvað gatan hefur verið heilleg og glæsileg.

Horft suður Aðalstræti, Hótel Ísland, Fjalakötturinn og handan hans eina húsið af þessum sem enn stendur, það er elsta hús Reykjavíkur, partur af Innréttingum Skúla Magnússonar.

Útsýn norður Aðalstræti. Á horninu eru Uppsalir, stórhýsi sem var rifið 1969. Þar var lengi bílaplan en loks var reist hótel í stíl gamla hússins – en það getur ekki talist vera annað en eftirlíking. Húsin sem eru í baksýn hurfu á sjöunda og áttunda áratugnum. Það sem kom í staðinn, sérlega ljótir steinkumbaldar, var ekki til bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi