fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Jóladýrð í Miðbænum

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. desember 2012 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt bregst það ekki að í desember fara fjölmiðlar að flytja fréttir um hversu hræðilega vont veðrið sé utandyra, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, og að nánast sé óðs manns æði að vera þar á ferðinni.

Svo er talað um að allt sé fullt út að dyrum í Kringlunni og Smáralind.

Í gær bar þó svo við að veðrið var einstaklega fallegt. Sönn vetrarblíða, milt frost, stilla, bjartur himinn – sérlega ágætt að vera úti ef maður á góða úlpu eða frakka, húfu og vettlinga.

Miðbærinn var líka fullur af fólki – þar voru miklu fleiri en nokkurn tíma myndu rúmast í verslunarmiðstöðvum. Líklega hefur bærinn aldrei verið jafn fagurlega skreyttur og fyrir þessi jól – búðirnar voru opnar fram á kvöld.

Það er spáð sama ágæta veðrinu í dag og næstu daga.

Á þessu gamla jólakorti gengur jólasveinn upp Bankastræti. Viðskiptahættir þar hafa breyst svo sumir eru farnir að kalla götuna Flísstræti. Það er gaman að labba alla leið frá Aðalstræti upp að Hlemmi. Á Ingólfstorgi er jólamarkaður en í stórhýsinu þar sem eitt sinn var Domus og síðar Gallerí 17, hefur opnað glæsilegt vöruhús með íslenskri hönnun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi