fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Bandaríkin og byssueignin

Egill Helgason
Laugardaginn 15. desember 2012 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru land sem er fullt af mótsögnum.

Það er til dæmis merkilegt að Bandaríkin verja ógurlegum fjárhæðum í varnir gegn hryðjuverkum – öryggiseftirlit ríkisins er beinlínis undirlagt af hryðjuverkaógninni.

Samt deyja afar fáir Bandaríkjamenn eða meiðast af völdum hryðjuverka.

Hins vegar má rekja meira en 32 þúsund dauðsföll á ári til byssueignar eins og kemur fram í töflum sem fylgja þessari grein í The Atlantic.

Það eru meira en tíu sinnum fleiri en fórust í árásinni á Tvíburaturnana.

Og ef við berum þetta saman við Ísland, þá eru Bandaríkjamenn þúsund sinnum fleiri en Íslendingar: Þetta þýðir þá að ef svipað ástandi ríkti á Íslandi væru meira en 30 dauðsföll hér á ári af völdum skotsára.

Í annarri grein í The Atlantic kemur fram að Japanir hafi gert átak í að banna skotvopn. Þar segir að í Japan sé morðtíðnin með skotvopnum svo lág að 2006 hafi aðeins 2 dáið í skotárásum, árið eftir voru það 22 og það var þjóðarhneyksli.

En í Bandaríkjunum hljóta menn að spyrja: Hvernig getur tvítugur strákur, ekki heill á geði, náð sér í byssur til að fremja ódæði eins og í Connecticut í gær?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi