fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Skattaundanskotin og endurskoðunarrisarnir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. desember 2012 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið meira rætt á Bretlandi að undanförnu en stórfelld skattaundanskot alþjóðlegra stórfyrirtækja.

Sem betur fer virðist þetta ætla að koma í hausinn á þeim sumum. Það lítur út fyrir að viðskipti kaffihúsakeðjunnar Starbucks þurfi að gjalda fyrir þetta, það hafa verið mótmæli við kaffihús Starbucks og jafnvel er gert ráð fyrir því að salan minnki um allt að fjórðung vegna þessa – á móti hefur sala aukist til muna hjá kaffihúsakeðjunni Costa. Starbucks hefur brugðist við með því að lofa að greiða meira í skatt.

Almenningsálitið getur semsagt virkað í svona málum.

En vandinn ristir náttúrlega mjög djúpt. Þetta eru viðskiptahættir sem eru tíðkaðir víða og þykja nánast sjálfsagðir.

Polly Toynbee skrifar í Guardian og segir að tími sé kominn til að beina sjónum að endurskoðendum sem séu hjartað í skattaundanskotum af þessu tagi. Þar nefnir hún sérstaklega alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin fjögur: Deloitte, PricewaterhouseCoopers, KPMG og Ernst & Young.

Toynbee vísar ennfremur í umfjöllun Guardian frá því árið 2009. Þar var reynt að útskýra undanskot sem gengu undir nöfnum eins og tvöfaldur Luxemburg og hollensk samloka. Hún nefnir að eitt vandamálið við fréttaflutning af þessu séu að stórfyrirtækin hafi á sínum snærum lögfræðingaher til að lúskra á blaðamönnum sem misstíga sig eitthvað aðeins.

Mótmæli vegna skattaundanskota Starbucks í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi