fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

ð ævisaga, Tangavík Einars Más, Bjarna-Dísa og Úlfar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2012 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan á miðvikudagskvöld ber merki þess að jólabókaflóðið er í hámarki. Við fjöllum um nokkurn fjölda nýrra bóka.

ð ævisaga er bók eftir hönnuðina Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Inga Farestveit og sagnfræðinginn Stefán Pálsson. Hún segir frá þessum gamla bókstaf sem var aftur tekinn upp í nútíma íslensku fyrir tilstilli málfræðingsins Rasmus Christians Rask. Bókstafurinn hefur lengi valdið leturgerðarmönnum og grafískum hönnuðum miklum heilabrotum, enda fyrirfinnst hann ekki í öðru ritmáli.

Einar Már Guðmundsson kemur í þáttinn og segir frá skáldsögu sinni sem nefnist Íslenskir kóngar. Í bókinni skapar Einar heilt pláss sem hann nefnir Tangavík. Þar ræður lögum og lofum Knudsen-ættin. Þetta er stór og breið saga, í aðra röndina er hún eins og spéspegill íslensks samfélags og sögu.

Kristín Steinsdóttir verður líka gestur í þættinum. Hún er höfundur bókarinnar Bjarna-Dísu. Þar byggir Kristín á gamalli þjóðsögu austan af landi um systkini sem lentu í miklum hrakningum á Fjarðarheiði. Dísa er sögð hafa gengið aftur – Kristín skoðar örlög hennar og veitir henni að sumu leyti uppreisn æru.

Við förum á Skólavörðustíg og hittum Úlfar Þormóðsson sem skrifar bókina Boxarann – þar segir hann frá föður sínum og ættmennum.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær skáldsögur: Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur.

En Bragi segir meðal annars frá mönnum sem eru með bókaaæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?