fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Margir flokkar – engir þingmenn?

Egill Helgason
Mánudaginn 26. nóvember 2012 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður skyldi ætla að dræm þátttaka í prófkjörum fjórflokkanna gefi ákveðin fyrirheit um möguleika nýrra framboða í næstu alþingiskosningum.

Það er þó ekki víst.

Framboðin sem um ræðir eru orðin fimm: Dögun, Samstaða, Hægri grænir, Björt framtíð og Píratar.

Í síðustu skoðanakönnun var það aðeins Björt framboð sem var með menn inni á þingi, hinir voru undir mörkunum. Raunar má geta þess að Samstaða var með meira en 20 prósenta fylgi í skoðanakönnun síðastliðinn vetur. Nú er fylgið á bak og burt – og áhugafólk um pólitískan frama sem kom í flokkinn, meðal annars úr Framsókn, er að snúa aftur til síns heima.

Hér á landi er í gildi 5 prósenta atkvæðaþröskuldur. Framboð sem eru undir því fá ekki þingmenn. Þetta er markið sem flokkar þurfa að komast yfir til að fá úthlutað þingsætum.

Þegar nýju framboðin eru svona mörg er náttúrlega möguleiki að flest eða öll þeirra séu undir þessu marki og fái enga þingmenn, jafnvel þótt fylgi þeirra samanlagt kynni að vera allt upp í tuttugu prósent.

Þess er að geta að í frumvarpi Stjórnlagaráðs er þessi þröskuldur mun lægri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi