fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Sigur Hönnu Birnu – lítill áhugi á prófkjörum

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. nóvember 2012 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ekki ofmælt að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi unni stóran sigur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í gær. Hún fær margfalt fleiri atkvæði en keppinautar hennar. Þetta bakar Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, ákveðin vandræði. Hann er með stjórnmálakonu sem er miklu vinsælli en hann sem næstráðanda í flokknum. Það ætti að vera formsatriði fyrir Hönnu Birnu að tryggja sér varaformannssætið, og þótt hún hafi tapað fyrir Bjarna á síðasta landsfundi virðist ljóst að hún skírskotar miklu meira til almennra kjósenda.

Þannig er óhjákvæmilegt að komi upp raddir um að hún taki við formennsku í flokknum fyrir kosningarnar í vor. Líklega verður þó að teljast að Bjarni fái að leiða flokkinn í gegnum kosningarnar, þær verða prófsteinninn á forystu hans.

Illugi Gunnarsson náði öðru sætinu – það þýðir að hann gæti fengið ráðherrasæti ef flokkurinn kemst í ríkisstjórn. Guðlaugur Þór Þórðarson dettur hins vegar niður listann – hann er út úr myndinni hvað það varðar.

Prófkjörið staðfestir hins vegar þróun sem hefur birst í öðrum prófkjörum undanfarið – áhugaleysi. 7456 greiddu nú atkvæði, það er 30 prósentum lakara en í síðasta prófkjöri fyrir hrun. Þátttakan var líka betri 2009 þegar flokkurinn var í sárum eftir hrunið, þá greiddu 7855 atkvæði.

Hið sama er upp á teningnum hjá öðrum flokkum og í öllum kjördæmum. Áhuginn á prófkjörunum er ekki mikill þótt stanslaust sé fjallað um þau í fjölmiðlum og skeytin gangi fram og til baka á Facebook.

En hvað Hönnu Birnu varðar þá er hún nú stigin út á vettvang landsmálanna. Hún hefur hingað til tjáð sig með mjög almennum orðum um pólitík. Nú verður uppi sú krafa að málflutningurinn verði nákvæmari – og að hún taki afstöðu til helstu álitamála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?