fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Siðleysi í viðskiptalífi

Egill Helgason
Laugardaginn 24. nóvember 2012 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takmörkuð ábyrgð í fyrirtækjarekstri virðist vera einhvers konar þjóðarböl á Íslandi.

Menn stofna fyrirtæki, skuldsetja upp í rjáfur, labba svo burt eins og ekkert sé, skipta um kennitölur.

Ætlast til þess að samfélagið haldi áfram að sýna þeim virðingu – og, það sem verst er, það heldur nefnilega áfram að gera það.

Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag – hver er annars eigandi þess?

Í blaðinu er rætt við Halldór Grönvöld, framkvæmdastjóra ASÍ. Hann hefur látið taka saman tölur sem sýna að siðleysi ríkir í viðskiptalífinu hér:

„Aðeins 2,4 prósent fengust upp í kröfur samtals upp á 280 milljarða króna í þrotabúum fyrirtækja sem gerð voru upp á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars á þessu ári.“

Þetta minnir á aðra grein sem birtist í blöðum í gær. Hún er eftir Agnesi Bragadóttur og þar er spurt stórra spurninga. Greinin fjallar um umsvif Jóhannesar, sem eitt sinn var kenndur við Bónus, Agnes spyr hvaðan evrurnar hans „Jóa“ komu?

„Í þessu felst að rekstrarfélagið fékk 20% afslátt með því að kaupa krónur fyrir evrur! Yfirgengilegt, segja menn. Hrunverjar hurfu úr landi með milljarða á milljarða ofan, í lánsfé, sem síðan var meira og minn afskrifað hjá þeim og þeir hinir sömu eru nú að lauma „evrunum sínum“ inn í landið á nýjan leik, til þess að fjárfesta í íslensku viðskipta- og atvinnulífi og hjóta að launum 20% afslátt hjá Má og félögum í Seðlabankanum. Hvað kallast þetta, spyrja menn og svara að bragði: Peningaþvætti. Getur það virkilega verið?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?