fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Hvar eru endurskinsmerkin?

Egill Helgason
Föstudaginn 23. nóvember 2012 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki vanur að tuða mikið yfir umferðarmálum, en….

Þegar aldurinn færist yfir gerist maður nokkuð náttblindur. Maður finnur mest fyrir þessu þegar tekur að dimma á veturna – nú bregður birtu upp úr fjögur síðdegis.

Þá rétt greinir maður skuggaverur paufast í myrkrinu, börn og fullorðna – suma sér maður varla.

Það er greinilega í tísku að vera dökklæddur – þannig samlagast menn myrkrinu.

Stundum hefur verið rekinn áróður fyrir notkun endurskinsmerkja, og hefur oft borið árangur. Nú ber hins vegar svo við að endurskinsmerki eru fremur fátíð. Maður sér börn paufast áfram í myrkrinu í dökkum úlpum, án nokkurs sem gæti hjálpað manni að koma auga á þau.

Ég fór að kanna þetta með endurskinsmerki og komst að því að þau er ekkert sérlega auðvelt að finna. Þau ættu auðvitað að liggja frammi í skólum og á vinnustöðum. Sum sem hægt er að nálgast eru reyndar lítil og tíkarleg – þegar helst er þörf á stórum og áberandi merkjum. Helst þarf að vera hægt að líma merkin á eða festa þau vel – merki sem eru fest með nælu detta gjarnan af.

En eins og ég segi, kannski myndi ég ekki skrifa þennan pistil nema vegna þess að náttblinda er farin að segja til sín. En þar er ég víst ekki sá eini.

Gömul auglýsing frá Umferðarráði þar sem hvatt er til notkunar endurskinsmerkja?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu