fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gæði þingmanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. nóvember 2012 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Eyjólfsson leggur út af leiðaraskrifum í Mogga í grein hér á Eyjunni. Í leiðaranum stendur:

…„hluti núverandi þinghóps er þeirrar gerðar að flestir myndu kjósa sér annað kompaní dagpart sem þeir mættu missa og fengju gæsahúð ef þyrftu að umgangast hann drjúgan hluta vinnuvikunnar, hvað þá næstu 200 vikurnar tæpar“.

Þetta er furðuleg speki. Ætli fólk á Alþingi sé eitthvað lélegra eða verr innrætt en til dæmis þeir sem sátu á þingi þegar verðtryggingin var sett á, samþykkt var að ganga í EES án þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar kvótakerfið var smíðað, þegar deCode ævintýrið gekk yfir, þegar bankarnir voru einkavæddir til klíkubræðra eða þegar blásin var upp ein stærsta efnahagsbóla í sögu mannkyns?

Ætli það?

Það sem hefur breyst er hins vegar að á þingi sitja ekki bara patríarkar sem eru fjarlægir fjöldanum – og telja sig jafnvel hafna yfir hann. Þegar ég var að alast upp var þingið fullt af svoleiðis körlum. Nú hefur starfið breyst, það hefur að vissu leyti afhelgast og það stafar ekki af gæðum þingmannanna. Við sjáum einfaldlega meira af þeim í fjölmiðlum, þeir eru undir stanslausri smásjá netmiðla – það þykir ekki næstum jafn fínt að sitja á Alþingi og áður. Stjórnmálaflokkar hafa líka dottið úr tísku – hollustan við þá er ekki jafn skilyrðislaus og eitt sinn var.

Leikreglurnar í pólitíkinni hafa líka breyst. Á tíma patríarkanna gátu alþingsmenn skammtað peninga í stórum stíl, til verkefna í heimabyggðum, þeir sátu í bankaráðum en bankastjórar voru valdir eftir flokkslínum. Þetta hefur minnkað mikið – þingmenn hafa ekki viðlíka ítök og fyrr. Það er engin ástæða til að sýna þeim undirgefni – þingmenn redda ekki lengur lánum eða uppáskriftum á víxla. Þannig hafa þingmenn að nokkru leyti verið teknir niður af stallinum – og það tengist því ekki að fólkið í þinginu sé lélegra eða vandi sig eitthvað minna en áður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást