fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Saltvindur

Egill Helgason
Föstudaginn 2. nóvember 2012 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvæði eftir Borges er talað um saltvinda sem blási í íslensku myrkri.

Það er sannkallaður saltvindur í dag. Allar rúður eru útbíaðar í salti, bæði á húsum og bílum.

Maður veltir fyrir sér hvernig öllu glerinu í Hörpu reiðir af í þessu. Þegar engin er úrkoman og mikið rok að norðan hellist yfir okkur saltið.

Baggalútur gerir grín að því að hipsterar fjúki nú um bæinn. Það eru gestir tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Þeir fengu meiri loftbylgjur en þeir óskuðu eftir – maður sér þá hrekjast hérna milli húsanna. Þeir eiga líka á hættu að fá þakplötur í hausinn eða þaksteina sem fuku af Alþingishúsinu. Eða tré, það fauk niður stórt reynitré í garðinum hjá vini Kára – hann telur að hann sé „heppinn“.

Jú, kannski, það fauk tré í garðinum heima hjá mér á Ásvallagötu þegar ég var á þessum aldri, ég man enn hvað það var spennandi.

Ég held ég hafi aldrei sé Kollafjörðinn svona úfinn – en ég er svo mikill kjáni að ég fór gagngert niður á Sæbraut til að skoða, eftir að lögreglan hafði gefið út viðvörun um að fólk færi ekki þangað. Náði samt ekki svona glæsilegum myndum eins og fólk er að deila með sér á Facebook.

Leim tilraun til að taka mynd af óveðrinu við Sæbrautina. (Andartaki síðar fauk bíllinn út í buskann, en það náðist ekki á mynd.)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu