fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Spillingarsagan

Egill Helgason
Föstudaginn 16. nóvember 2012 00:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spillingarsaga Íslands er merkilegt rannsóknarefni – það er ekkert sérlega margt sem bendir til þess að þjóðfélagið hafi orðið mikið ógeðslegra eftir árið 2000 en áður var.

Það er svosem spurning hvað á að fara langt aftur, en sagt er að Hannes Hafstein hafi eindregið markað stefnuna í átt til svokallaðrar útnefningaspillingar, hann var ódeigur við að raða vildarvinum og samherjum í embætti. Þett stóð svo alla tuttugustu öldina, ég man þegar ég var á Helgarpóstinum í eina tíð, þá birtist fjöldi greina um hvernig var raðað á garðann við ráðningu sýslumanna.

Fjármálaspillingin verður nokkuð gengdarlaus þegar Kaninn settist að í Keflavík. Þá voru beinlínis stofnuð fyrirtæki með tengsl inn í stjórnmálaflokkanna til að mjólka bandaríska herinn. Aðrir fengu helst ekki að komast að. Þessi saga hefur aldrei verið skráð almennilega.

Við stiklum á stóru.

Bankarnir voru þannig að helst engir fengu fyrirgreiðslu nema þeir væru í réttri klíku. Allar gáttir stóðu opnar fyrir klíkubræðrum og vildarvinum – aðrir þurftu að standa í endalausu smjaðri fyrir bankamönnum. Ég var einmitt að rifja það upp í gær með konu sem man þessa tíma hvernig venjulegt fók þurfti nánast að fara á hnén fyrir bankastjórum. Fyrirtækjum sem voru ekki þóknanleg valdaöflunum var miskunnarlaust komið í kné. Bankastjórarnir voru flokkspólitískt skipaðir eftir ákveðnum kvótum – þannig var það alveg upp í Seðlabanka.

Það sem gerist í kringum 2000 er að spillingin er einkavædd með öllu klabbinu. Útnefningaspillingin hélt áfram, en í staðinn fyrir að koma bönkunum í hendurnar einhverjum sem höfðu þekkingu á slíkum rekstri og vorum máski traustsins verðir – um tíma stóð til að selja Landsbankann til Skandinaviska Enskilda – var þeim útdeilt til fjárglæframanna sem voru í nánum tengslum við flokkana. Þeir flýttu sér að moka sem mestu fé í eigin vasa, meðal annars með gengdarlausum lánveitingum til sjálfra sín (370 milljarðar króna hafa verið nefndir í því sambandi), þeir keyptu fjölmiðla og stjórnmálamenn – á braski þeirra var þó bitamunur en ekki fjár frá því sem áður var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni