fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Litla Bretland – hví ekki?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. nóvember 2012 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun ekkert fáránlegt að tala um Ísland sem Litla-Bretland. Mikið af menningu okkar, pólitík og viðskiptaháttum kemur þaðan.

Íslendingar skiptast í ættbálka eftir því með hvaða ensku fótboltaliðum þeir halda – það er spurt hvor menn séu Púlarar eða Unitedmenn – þetta er afskaplega tribal. Menning okkar er að miklu leyti komin frá Bretlandi, bókabúðir eru fullar af bókum sem eru þaðan, og áhrifin á poppmenningu og leikhús leyna sér ekki.

Pólitíkin hérna hefur lengi tekið mið af Bretlandi. Hérna upphófst ógurlegur átrúnaður á Margréti Thatcher – helstu valdamenn Íslands um langt skeið dáðu hana og dýrkuðu. Sósíaldemókratar tignuðu og tilbáðu Tony Blair meðan hann var og hét í Verkamannaflokknum.  Á meðan ríkti – og ríkir kannski enn – algjört áhugaleysi á stjórnmálum í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Evrópuandstaðan á Íslandi hefur löngum tekið mið af því sem tíðkast í Bretlandi. Hægri flokkar í Evrópu eru yfirleitt Evrópusinnaðir – en hér á Íslandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið mjög undir áhrifum frá hinum evróskeptíska armi Íhaldsflokksins.

Íslenskir útrásarvíkingar störfuðu mikið í Bretlandi – og starfa enn. Björgólfur Thor og Jón Ásgeir eru skilgetin afkvæmi spilavítishugsunarháttarins sem hefur lengi einkennt breskt viðskiptalíf. Jón Ásgeir á stærsta fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi – og er aftur að seilast til áhrifa í verslun. Björgólfur á meðal annars símafyrirtæki sem fer stöðugt stækkandi.

Mörgum hefur orðið tíðrætt um að eftir hrun skyldu Íslendingar horfa meira til Norðurlandanna – þar sem er stöðugasta stjórnarfar í heimi og mest velmegun. Liðinn væri tíminn þegar við teldum okkur ekkert geta lært neitt af Norðurlöndunum. Það er þó spurning hvort áhuginn á frændþjóðunum hafi nokkuð vaxið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu