fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Stór hjalli að komast yfir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. nóvember 2012 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur margt vont og vitlaust verið sagt um skuldamál síðustu dagana. Ágætt er að fá mótefni gegn þessu, þetta er grein eftir hinn gamalreynda blaðamann Sigurð Boga Sævarson sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Sigurður fjallar um þessi mál af umburðarlyndi og mannkærleika – sem er góður útgangspunktur:

„Fasteignasalar segja mér að algengt sé þegar ungt fólk fer í sín fyrstu íbúðakaup að það eigi kannski 10% af kaupverði. Restin er oft greidd með verðtryggðu láni sem mallar áfram næstu áratugi svo brátt verður skuldin meiri en andvirði eignar. Þegar líður á lánstímann skánar staðan, eignabruninn gengur til baka og þegar líða fer á starfsævina ná sumir á lygnan sjó. Eftir stendur samt sá kaldi veruleiki að fyrir ungt fólk sem í dag er að stofna fjölskyldu og leggja drög að framtíð sinni eru fasteignakaup hjalli að komast yfir.

Og takið eftir, þetta er fólkið sem Sighvatur Björgvinsson, fv. ráðherra, kallaði í blaðagrein um helgina sjálfhverfu kynslóðina. „Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings,“ segir Sighvatur og vill meina að ungt fólk krefjist þess að sér verði bættur skaðinn á kostnað annarra. „Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum,“ segir í grein þessa fyrrverandi leiðtoga jafnaðarmanna.
Sóknarprestur, sem hóf sína þjónustu hér í Reykjavík fyrir rúmum aldarfjórðungi, sagði mér eitt sinn að sér hefði runnið til rifja þegar hann stóð yfir moldum fólks af aldamótakynslóðinni hve erfitt hlutskipti margs af því hefði orðið. Fyrstu ár 20. aldarinnar á Íslandi einkenndust af sóknarhug og bjartsýni, en um 1930 skall kreppan mikla á. Unga fólkið sem þá var að koma undir sig fótunum missti allt í svelginn og náði jafnvel aldrei fótfestu að nýju, svo vel væri.

Sama gerðist hér á landi árið 2008. Fjöldi ungs fólks, kannski fætt á árunum milli 1970 til 1985, fór vissulega fram af ábyrgðarleysi og eyddi peningum eins og enginn væri morgundagurinn. Ég hef enga sérstaka samúð með því fólki. Hins vegar er hræðilega blóðugt að annar hluti 21. aldamóta kynslóðarinnar muni líklega aldrei ná vopnum sínum fjárhagslega. Og þó var þetta fólk ekki að fara í stórkostlegri hluti en þá að kaupa sér íbúð í blokk, venjulegan fólksbíl og reka fjölskyldu. Margir í þessum hópi geta satt að segja ekki gert sér neinar raunhæfar væntingar um betri tíð. Að kalla eftir úrlausnum af hálfu stjórnvalda er því mjög eðlileg ósk. Margt hefur sannarlega verið gert í þágu þessa hóps, en samt er hræðilega langt í land.

Stundum hefur verið talað um hægindi þeirra sem nú nálgast starfslokaaldur. Fólksins sem fékk íbúðirnar sínar fyrir slikk og niðurgreiddar af verðbólgu enda engin verðtrygging. Viðmið þeirrar kynslóðar eru því allt önnur en þeirra sem nú basla við að halda íbúðum sínum og greiða af stökkbreyttum lánum. Gamlir karlar sem líklega eru komnir í fjárhagslegt skjól mættu því alveg að stilla orðum sínum í hóf. Kynna sér erfiða stöðu ungs fólks í skulda- og fasteignabasli. Ég efast þó um að þeir leggi sig eftir slíku, enda sumir líklega sjálfhverfir sem er löstur á hverjum manni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni