fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Auður Ava, elsti rithöfundurinn, Stuð vors lands

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. nóvember 2012 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efni Kiljunnar annað kvöld er venju fremur fjölbreytt.

Við fáum til okkar rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur, en hún er að senda frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Undantekningin. Síðasta skáldsaga Auðar, Afleggjarinn, hefur selst í risaupplögum í Evrópu, ekki síst í Frakklandi.

Við förum austur á land og heimsækjum elsta höfundinn sem gefur út bók fyrir jólin, það er Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi alþingismaður og menntamálaráðherra. Vilhjálmur er 98 ára – eldklár í kollinum.

Til okkar kemur Dr. Gunni með bókina Stuð vors lands. Þetta er mikill prentgripur, saga íslenskrar dægurtónlistar sem er ríkulega myndskreytt og skemmtilega framsett. Við hlýðum á nokkur tóndæmi með Gunna; meðal annars með hljómsveitunum Dátum og Haukum.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um bækurnar Appelsínur frá Abkhasíu eftir Jón Ólafsson og Kortið og landið eftir Michel Houellebecq.

Bragi fjallar um gleymdan en afkastamikinn rithöfund sem hét Steindór Sigurðsson.

Auður Ava hefur notið mikillar velgengni í Frakklandi. Mætti jafnvel segja að frægð hennar komi að utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS