fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Ýmsar birtingarmyndir krónunnar

Egill Helgason
Föstudaginn 5. október 2012 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið skrítin hugmynd að hægt sé að tala niður íslensku krónuna.

Hún er reyrð í gjaldeyrishöft. Hér heima kostar evran sirka 160 krónur – erlendis, á þeim fáu stöðum þar sem er yfirleitt hægt að versla með krónur – er hægt að fá 250 krónur fyrir evruna eða jafnvel meira.

Stærstu atvinnugreinar landsins nota erlenda gjaldmiðla – þetta á við um sjávarútveginn, stóriðjuna og nokkru leyti ferðamennskuna.

Hér heima höfum við svo tvær tegundir af krónu.

Annars vegar flotkrónuna sem sveiflast til og frá, fór í fáranlegar hæðir fyrir hrun en sökk djúpt eftir það – nú er hún í höftum en sveiflast samt – og hins vegar verðtryggðu krónuna sem er óhemju traust og gefur ekkert eftir þó allt hrynji kringum hans.

Stærstur hluti húsnæðislána landsmanna, stærstu skuldbindingar þeirra, eru í þessum gjaldmiðli.

En svo er náttúrlega hægt að lifa í óraunverulegum heimi þar sem krónan féll aldrei – heldur var hún barasta töluð í kaf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei