fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Mildi eða linkind

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. september 2012 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ekkert er meira talað á Íslandi í dag en mál Baldurs Guðlaugssonar, sem fékk tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik, sat á Kvíabryggju í sex mánuði, en er nú kominn í bæinn á áfangaheimili og farinn að vinna á lögmannsstofunni Lex.

Það voru lögmenn Lex sem vörðu Baldur og eru að vinna að undirbúningi þess að fara með mál hans fyrir mannréttindadómstól Evrópu – hvernig sem það svo fer?

Er þetta sjálfsögð mildi hjá réttarkerfinu – eða er þetta linkind gagnvart afbrotamönnum, og þá sérstaklega hvítflibbabrotamönnum?

Þess má geta að DV fjallar um málið í dag og þar er rætt við nokkra alþingismenn. Þeir bregðast misjafnlega við þessu, Mörður Árnason segir að Baldur Guðlaugsson kunni ekki að skammast sín, Magrét Tryggvadóttir spyr hvort verði framhald á því að hvítflibbabrotamenn verði vistaðir á lögfræðistofum – hvort lögfræðistofur sækist eftir störfum þeirra.

Björn Valur Gíslason segir að „reglubræður“ sjái um sína, en Kristján Þór Júlíusson sér ekkert athugavert við þetta ef það samræmist verklagsreglum Fangelsisstofnunar.

Vigdís Hauksdóttir segir rétt að koma mönnum í vinnu strax eftir afplánun í fangelsi og það sé ekki aðalatriðið hvar þeir vinna, Baldur hafi menntun til að vinna á lögfræðistofunni.

Baldur Guðlaugsson ásamt verjanda sínum Karli Axelssyni, nú vinna þeir báðir á lögmansstofunni Lex, aðeins hálfu ári eftir að Baldur hóf afplánun tveggja ára fangelsisdóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt