fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Lítil endurnýjun hjá Samfylkingunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. september 2012 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði fyrr í dag grein um framboðsmál hjá Sjálfstæðisflokknum og sagði að þar væru nokkuð mörg sæti í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að hasla sér völl í pólítik.

Sömu sögu er ekki að segja um Samfylkinguna, þar er þröngt setinn bekkurinn.

Samfylkingunni tókst að vinna kosningasigur fyrir þremur og hálfu ári, þrátt fyrir að hafa setið í síðustu ríkisstjórn fyrir hrun. Það var að miklu leyti að þakka því snilldarbragði að tefla fram Jóhönnu Sigurðardóttur sem flokksformanni – á þeim tíma var hún ennþá Heilög Jóhanna.

Það hefur fallið á geislabaug Jóhönnu síðan þá, en samt er ekkert annað formannsefni sjáanlegt innan Samfylkingarinnar. Hún getur varla annað en setið áfram. Sterkast væri reyndar fyrir Samfylkinguna ef kæmi mótframboð gegn henni á landsfundi, en hún sigraði.

Fylgi Samfylkingarinnar mun dragast saman í kosningunum í apríl næstkomandi. Flokkurinn bíður kannski ekki afhroð, en þingmönnunum fækkar.

En nú ber svo við innan Samfylkingarinnar að hérumbil enginn sem situr á þingi fyrir flokkinn ætlar að hætta af sjálfsdáðum. Þess verður heldur ekki vart að nýtt fólk sé að bera víurnar í þingmennsku á hans vegum.

Þannig að það er líklegast að sama og engin endurnýjun verði hjá Samfylkingunni, það verður sama fólkið – bara aðeins færra.

 

Rauður bolti er merki Samfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?