fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Casse-toi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. september 2012 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svona lítur forsíða franska dagblaðsins Libération út – þetta er frá því í gær.

Bernard Arnault er einn ríkasti maður Frakklands, hann er forstjóri tískufyrirtækis sem nefnist LMVH. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að flytja til Belgíu, það er tengt við þau áform Hollandes Frakklandsforseta að leggja 75 prósenta skatt á tekjur yfir einni milljón evra.

Það er ekki alveg auðvelt að þýða fyrirsögnina nákvæmlega, en það er um það bil svona:

„Hundskastu burt, ríki auminginn þinn.“

Fyrirsögnin kemur reyndar ekki alveg út úr blámanum, því Sarkozy, fyrrverandi forseti, glopraði þessum svipuðum orðum út úr sér við mann úr röðum almennings sem varð á vegi hans.

„Casse toi, pauvre con!“

Það þýðir í raun bara „Hunskastu burt, auminginn þinn“, en er líka hægt að lesa sem „Hunskastu burt, fátæki auminginn þinn“.

Þetta varð að slagorði sem var notað gegn Sarkozy.

Arnault neitar því reyndar að hann sé að flytja til Belgíu vegna skattanna, og lýsti því yfir í gær að hann ætlaði í mál gegn Libération.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga