fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Hví ekki á frjálsum markaði?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. september 2012 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði litla grein um helgina þar sem ég benti á að kaup Síldarvinnslunnar – sem er dótturfyrirtæki Samherja – á Bergi-Hugin beindi sjónum að þremur óvinsælum eiginleikum kvótakerfisins.

Að afli og skip geti horfið snögglega úr byggðarlögum, samþjöppun eignarhalds og veðsetningu aflaheimilda.

Og að Vestmannaeyingar stæðu nú frammi fyrir þeim sjálfir, eftir ódeiga varðstöðu við kerfið um langt árabil.

Við þetta má bæta einum þætti í viðbót, sem leiðir af eiginleika númer tvö:

Hví er fyrirtækið Bergur-Huginn ekki selt á frjálsum markaði, skip þess og kvóti? Hvers vegna er það sett í hendurnar á stærsta útgerðarrisanum á Íslandi, eða dótturfélagi hans – þótt Fiskistofa geti reyndar ekki séð að Samherji og Síldarvinnslan tengist.

Það minnir helst á þá gömlu góðu daga í Landsbankanum þegar starfað var samkvæmt þeirri reglu að engin tengsl væru milli Björgólfs eldri og Björgólfs yngri. Lagatæknin lætur ekki að sér hæða.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sættir sig ekki við þessa niðurstöðu og vill nú fá að ganga inn í kaupin, með góðu eða illu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?