fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Hetjuleg barátta gegn sparperum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. september 2012 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta hugðarefni andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi er barátta gegn upptöku svokallaðar sparperu.

Slíkar ljósaperur á nú að taka upp hérlendis – vegna aðildar okkar að EES (nei, við höfðum ekkert um það að segja).

Þetta er reglugerð frá ESB – en reyndar má geta þess að samskonar bann við notkun glópera hefur sett í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Sparperurnar útheimta mun minni orku og þær endast miklu lengur. Eins og menn vita verða glóperur funheitar, mikið af orkunni fer semsagt í varma.

En ESB-andstæðingar á Íslandi sjá í þessu enn eitt samsærið frá Brussel.

Vigdís Hauksdóttir tjáir EIR að hún hafi orðið sér úti um margra ára birgðir af glóperum – til 25-30 ára. Mun ekki af veita, því framleiðsla glópera leggst brátt niður.

En í athugasemdum vef Páls Vilhjálmssonar má meðal annars lesa að þetta séu Stalín-ljósaperur, enda sé „þetta græna“ einungis hugsað til að koma á kommúnisma. Sá sem það skrifar er reyndar álitsgjafi sem einatt er vitnað til í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?