fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Skrítin fórnarlömb

Egill Helgason
Laugardaginn 1. september 2012 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson sameinast Víglundi Þorsteinssyni í að kvarta undan meðferð bankakerfisins á sér dettur botninn alveg úr.

Jón Ásgeir tilheyrði fámennum hópi manna sem keyrði Ísland í kaf. Um það má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Allt var skuldsett upp í rjáfur – þessi Ponzi- mylla hrundi þegar lánafyrirgreiðslan stöðvaðist. Það skiptir engu máli í þessu sambandi að eitt og eitt fyrirtæki hafi verið rekstrarhæft, eignarhaldsfélögin sem voru búin til utan um öll viðskiptin voru skuldug upp á mörg hundruð milljarða. Þess utan tókst Jóni Ásgeiri og félögum að setja heilan banka á hausinn.

Jóni Ásgeiri tókst reyndar að halda fjölmiðlaveldinu 365 með alls kyns brellum – það er áhyggjuefni.

Víglundur er svosem lítið peð í þessum samanburði – þótt hann hafi lengi verið meðal mestu áhrifamanna innan íslenska lífeyrissjóðakerfisins.

BM Vallá safnaði ógurlegum skuldum í mestu byggingabólu Íslandssögunnar – þegar fyrirtæki af þessu tagi hefði átt að mala gull. Að auki skilaði fyrirtæki ekki reikningum árum saman.

Nú koma þeir báðir fram og leika fórnarlömb. En rullan fer þeim afar illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Skrítin fórnarlömb

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?