fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Furðuleg samsæriskenning

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2012 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópuvaktin setur fram furðulega samsæriskenningu um að Ríkisútvarpið hafi sagt upp fréttaritara á Suðurlandi til að spara peninga til að eiga fyrir fréttaritara í Brussel.

Hann eigi svo að reka áróður fyrir aðild Íslands.

Annar aðalforsprakki Evrópuvaktarinnar notaði styrk upp á margar milljónir sem hann fékk frá Alþingi til að ferðast til Brussel og kynna sér málin þar af eigin raun. Hann taldi semsagt að eftir einhverju væri að slægjast þar.

Ég veit ekkert um hvort Ríkisútvarpið ætlar að koma sér upp fréttaritara í Brussel, en það er sannarlega ástæða til þess.

Þar í borg eru ekki aðeins höfuðstöðvar ESB, heldur hefur EFTA þar líka skrifstofu – og þar af leiðandi er þar aðsetur EES-samstarfsins sem hefur svo mikil áhrif á líf okkar og athafnir. Margir hafa bent á, og ekki síst andstæðingar ESB-aðildar, að við fylgjumst alltof illa með því sem gerist á þessum vettvangi.

Allir ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum hafa fréttaritara í Brussel – sem og margir aðrir norrænir fjölmiðlar. Við erum smá og fá og höfum kannski ekki ráð á þessu – en tengingin sem er nafnd hér að ofan er fráleit og ekki ætluð til annars en að skapa tortryggni og leiðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?