fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Að vakna við tölvu

Egill Helgason
Mánudaginn 27. ágúst 2012 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður skrifar pólitíska skýringu í Morgunblað dagsins.

Greinin er því líkust að höfundur hafi verið sofnað fyrir aldarfjórðungi og vaknað í gær – inni á ritstjórn blaðs, við tölvu.

Kjartan Gunnar heldur því fram að Samfylkingin sé stjórnmálaflokkur 68-kynslóðarinnar og að stefna hans helgist af því að þurft hafi að bræða saman fylgismenn og andstæðinga vestrænnar samvinnu í einn flokk. Þá hafi niðurstaðan orðið ESB.

Nú er það svo að andstaðan við herinn og Nató hætti að vera frágangsmál í íslenskum stjórnmálum löngu áður en kalda stríðinu lauk. Það voru myndaðar hér vinstri stjórnir sem gerðu ekkert í að losa okkur við Nató eða her. Meira að segja karlar eins og Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson sátu í slíkum ríkisstjórnum. Bandaríkjamenn fóru á endanum sjálfir, sáu engan tilgang í veru sinni hér og síðan höfum við stöðugt fjarlægst þá.

Sá atburður varð að Berlínarmúrinn féll. Ein afleiðing þess var að ríkin sem höfðu búið við ok kommúnismans – Kjartan Gunnar var einn baráttumaðurinn gegn honum – flykktust inn í Evrópusambandið. Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía, Slóvakía, Eistland, Lettland, Litháen fóru þessa leið og svo Búlgaría og Rúmenía – sumir segja að þá hafi ESB verið farið að slá of mikið af inntökuskilyrðunum. Albanía, Króatía og Serbía vilja líka inn.

Þau slógust í för með lýðræðisríkjum Evrópu, hinum opnu og frjálsu samfélögum – þar sem lýðræðið hafði orðið ofan á eftir eldskírn heimstyrjaldarinnar og þar sem staðin var vaktin gegn ógn kommúnismans.

Evrópa þar sem ríkir pólitísk eindrægni og samvinna varð eitt aðalmál samtímans, Evrópa þar sem er opið milli austurs og vesturs, suðurs og norðurs – það svo mjög að um þetta leyti gerðu Íslendingar EES-samninginn sem felur í sér hálfgildings aðild að ESB og  ekki einu sinni skoðanabræðrum Kjartans Gunnars dettur í hug að segja upp, þrátt fyrir talsverðan lýðræðishalla sem í honum felst.

— — —

Hvað svo varðar 68-kynslóðina í íslenskri pólitík, þá hefur hún lengi haft ansi mikil völd. Þó verður að segjast eins og er að þetta er býsna losaralegt hugtak. Össur og Mörður eru fulltrúar 68-kynslóðarinnar innan Samfylkingarinnar – Ingibjörg Sólrún er horfin á braut – Jóhanna er eldri, hún er eiginlega meira Presley, en flestir hinir voru börn eða ekki fæddir þegar 68 gekk yfir.

Sjálfstæðisflokkurinn er að mestu laus við sína 68 menn – þar voru helstir Davíð Oddsson, Geir Haarde og Kjartan Gunnarsson. Þeir eru þó óneitanlega mikið að reyna að stjórna bak við tjöldin.

68 kynslóðin er nokkuð öflug innan VG, þá helst í líki Ögmundar Jónassonar og Álfheiðar Ingadóttur, en Steingrímur J. var bara 13 ára drengur í Þistilfirði 1968, svo hann telst varla meðlimur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?