fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Guðrún Helga: Hæpin fjölmiðlanefnd

Egill Helgason
Mánudaginn 2. maí 2011 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður, sem er fráfarandi formaður Félags fjölmiðlakvenna, var gestur í Silfri Egils í gær. Þar ræddi hún um fjölmiðlalögin sem Alþingi samþykkti nýskeð. Guðrún Helga er einkum gagnrýnin á hlutverk fjölmiðlanefndarinnar sem á að hafa eftirlit með fjölmiðlunum og hefur líka refsivald. Hún nefnir að tilhneigingin virðist vera sú að skipa lögfræðinga í þessa nefnd, að vont sé að ekki sé hægt að áfrýja úrskurðum hennar, að vald hennar sé allt of víðtækt og að nefndin verði of nátengd stjórnvöldum hverju sinni.

Guðrún Helga skrifaði grein um þetta efni í Fréttablaðið í vikunni, þar segir meðal annars:

Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið.

„Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi.

Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna.“

Og ennfremur:

„Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu.

Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð