Kannski er Englendingum vorkunn að fylgjast með konunglega brúðkaupinu í dag. Efnahagsástandið er lélegt, mikill niðurskurður, stjórnmálamennirnir eru lélegir og leiðinlegir – á móti því virkar brúðkaup kóngafólks næstum ævintýralegt. Jafnvel þótt brúðurinn og brúðguminn séu heldur litlaust fólk , jú og prinsinn komi úr fjölskyldu sem er orðlögð fyrir hvað hún er laus við sjarma.
En að þessu skuli svo sjónvarpað út um heimsbyggðina, á ótal sjónvarpstöðvum og líka á lýðveldinu Íslandi – það er eiginlega ráðgáta.