fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Eins og í Austur-Evrópu?

Egill Helgason
Föstudaginn 29. apríl 2011 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrif efnahagshrunsins eru enn að koma fram.

Íslenska krónan hrundi gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hún hefur ekki rétt úr kútnum ennþá, og reyndar byggir efnahagsstefnan sem er rekin á því að halda henni lágri svo arðurinn af útflutningsgreinum sé nægur til að greiða skuldir.

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að ástandið sé að verða eins og í Austur-Evrópu. Lífskjörin séu svipuð og í Póllandi. Hann segir að hlutur lágvöruverslana sé að lækka og vöruúrval fari minnkandi.

Það er varla von á öðru. Við töldum okkur vera komin með lífskjör eins og þau eru best í Skandinavíu. Það reyndist vera blekking. Við sólunduðum tækifærunum sem hér buðust í rugl – og það mun taka langan tíma að borga brúsann. Almenningur er stórskuldugur og launin hafa lækkað mikið.

Það er talað um íslenska leið út úr kreppunni – en hún er bæði löng og ströng og kannski leiðir hún ekki til annars en að við höldum áfram að dragast aftur úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð