Eva Joly verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn.
Af öðrum sem koma fram í þættinum má nefna Guðmund Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki, sem fjallar um hvort samfélagssáttmálinn hafi verið rofinn með þeim atburðum sem urðu á Íslandi
György Habsburg er formaður Rauða krossins í Ungverjalandi. Hann ræðir um aukna fátækt, atvinnuleysi – og hungur og kulda – sem hefur fylgt efnahagskreppunni í Evrópu. Habsburg er af hinni frægu ætt sem eitt sinn réð yfir Austurríki/Ungverjalandi, en afi hans var síðasti keisarinn yfir Austurríki.
Páll Stefánsson ljósmyndari segir frá nýrri bók sinni þar sem hann fjallar um Afríku og fótbolta. Bókin byggir á ferðalögum Páls um þvera og endilanga álfuna. Páll ræðir einnig um annað verkefni sem hann er að fást við; hann hefur ferðast um og myndað á menguðustu stöðum jarðarinnar.