fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hinn kynóði Strauss-Kahn – og meint samsæri gegn honum

Egill Helgason
Laugardaginn 3. desember 2011 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Dominique Strauss-Kahn hefur tekið undarlega stefnu. Honum var sleppt í New York fyrir nokkru og málið látið niður falla. Í grein eftir rannsóknarblaðamanninn Edward Jay Epstein, sem birtist í New York Review of Books, eru færð mjög sterk rök fyrir því að efnt hafi verið til samsæris gegn Strauss-Kahn, sem var talinn líklegur til að velta Sarkozy Frakklandsforseta úr stóli.

Þetta hefur allavega borið árangur, því Strauss-Kahn verður aldrei forseti Frakklands. Margir töldu að hann væri rétti maður á þessum tíma, hann þótti standa sig vel sem forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, er afburða vel að sér í hagfræði og ekki hræddur við að taka ákvarðanir. Ég hef talað við fólk sem vann undir Strauss-Kahn hjá AGS og það ber honum vel söguna.

En á móti kemur að maðurinn er gjörsamlega kynóður – og viðhorf hans til kvenna er ansi vafasamt. Hann játar í nýrri ævisögu að hafa stundað mjög fjörugt kynlíf – það er kannski hans mál, en hann virðist heldur ekki hafa getað séð konur sem urðu á vegi hans vegna starfs hans í friði. Það er verra.

Og nú lekur innanríkisráðherra Frakklands, maður úr flokki Sarkozys, því út að Strauss-Kahn hafi eitt sinn verið tekinn af lögreglu í Bois de Boulogne, frægum stað fyrir vændisstarfsemi í París. Það er reyndar ekki ólöglegt að kaupa vændi í París, en þetta bætir ekki mannorð Strauss-Kahn.

Það er ekki svo langsótt að flækja mann sem hefur þetta orð á sér í kynlífshneyksli, það er meira að segja sagt að hann hafi verið varaður við þessu. Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hafa átt mök við þernuna á Sofitel hótelinu í New York, en eins og Epstein bendir á í greininni er atburðarásin nokkuð sérkennileg, sími Strauss-Kahn hverfur og þernan hefur áður sést í fylgd með óþekktum manni sem síðar sést fagna þegar hún er að segja sögu sína.

Meðan þessu heldur fram aukast líkurnar á að hinn feiki óvinsæli Sakozy verði endurkosinn. Ástæðan er einfaldlega sú að mótframbjóðendurnir eru veikir. Francois Hollande, frambjóðandi Sósíalista, þykir hvorki vera hrífandi né traustvekjandi og þrátt fyrir að Eva Joly njóti álits er óhugsandi að frambjóðandi græningja geti skákað forsetanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru