fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Alvöru kauphöll

Egill Helgason
Laugardaginn 3. desember 2011 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að Kolaportið muni loka í langan tíma vegna framkvæmda við tollstöðvarhúsið.

Sem er leitt, Kolaportið er partur af mannlífinu í Reykjavík.

En kannski er kominn tími til að huga að stærra og fallegra húsnæði fyrir markað í Reykjavík.

Framtakssamir einstaklingar hafa verið að skoða möguleika á að koma upp alvöru matarmarkaði í borginni og þá er einkum horft á svæðið við höfnina.

Það er frekar þröngt um matinn í Kolaportinu og loftræstingin er ekki góð.

Þessi starfsemi á skilið að fá betra húsnæði – og þá væri vonandi hægt að hafa eitthvað meira fallegt, gott og skemmtilegt – grænmeti, vörur frá bændum, fjölbreyttara úrval af fiski, sætindi, kökur, krydd.

Jú og matvæli sem hægt væri að borða á staðnum.

Slíkar kauphallir eru víða í borgum – til dæmis eru þær vinsælar á Norðurlöndunum.

Hér væri þetta tilbreyting frá hinu einhæfa úrvali sem er að finna í stórmörkuðunum.

Úr Saluhallen í Stokkhólmi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru