fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Ráðherraembætti eru ekki lén

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. nóvember 2011 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur orðið venja á Íslandi að ráðherrar segja aldrei af sér. Það þarf að slíta þá úr ráðherrastólum og bera þá út ef þeim verður á í messunni – og það er sjaldnast gert.

Viðkvæðið er gjarnan – fyrst hann fór ekki, af hverju ætti ég þá að fara?

Þetta er notað í máli Jóns Bjarnasonar, og það er vissulega margt til í því að Steingrímur J. Sigfússon hefði mátt hugleiða afsögn vegna Icesave – nú eða fjárstyrkjanna til VSB og Sögu.

Síðasti ráðherrann sem sagði af sér á Íslandi var Björgvin G. Sigurðsson – en það gerði hann reynda alveg á síðustu stundu, rétt áður en ríkisstjórnin sem hann sat í féll.

Og þaráður – hver sagði af sér þá? Ég man það bara ekki.

Hérna þarf viðhorfsbeytingu sem hefði kannski átta að vera partur af uppgjörinu eftir hrun.

Hún felst í því að ráðherrar eigi ekki stólana sem þeir setjast í, að ráðuneytin séu ekki lén eða hlunnindi þeirra, að það þyki nokkuð sjálfsagt að skipta um ráðherra sem standa sig ekki og að þess sé gætt að ráðherrar hafi eitthvað til brunns að bera, en komist ekki einungis í embættin vegna stöðu þeirra í kjördæmum eða innan flokks.

Og kannski er eitthvað til í því sem hefur verið sagt að þetta orð, ráðherra, sé ómögulegt. Því í þessu starfi á ekki að felast herradómur eða drottnunarvald, heldur óeigingjörn þjónusta við almenning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru