Ögmundur talar um að hæstu laun eigi aldrei að vera meira en þrisvar sinnum hærri en lægstu laun.
Í núverandi efnahagsástandi á Íslandi mundi þetta þýða að laun væru almennt mjög lág. Það væri útlokað að halda í stéttir eins og lækna við þær aðstæður. Þeir færu einfaldlega burt.
Ögmundur talar um jafnvægi, jafnvægi í kjörum – en hann svarar því ekki almennilega hvort það leiti niður eða upp. Hann talar um að fátækt samfélag geti líka verið réttlátt samfélag – það er raunar spurning hvað er mikið hæft í því. Maður þekkir varla mörg dæmi þess. Á Íslandi er varla hægt að tala um samfélagslegt réttlæti fyrr en í velferðarkerfinu sem varð til eftir stríðið, með stórvaxandi ríkidæmi.
Það er verðugt og sjálfsagt markmið að hækka lægstu laun. En ef hugmyndin er að ná jafnvægi með því að lækka háu launin – þá er ekki víst að það væri að öllu leyti til heilla. Það gæti verið uppskrift fyrir mikla stöðnun.