Það heyrist stundum í umræðum að menn þykjast ekki kannast við hvað nýfrjálshyggja eða neoliberalismi er.
Síðastur er Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkunar og núverandi stjórnarformaður Glitnis.
Ef hugtakið neoliberalism er gúglað koma 3,160,000 færslur. Meira en þrjár milljónir. Þannig að það er varla erfitt að fræðast um fyrirbærið.
Þetta er hugtak sem er notað um stjórnmálastefnu sem varð ríkjandi á síðustu áratugum tuttugustu aldar. Hún fólst í því að gefa fjármagninu forgang á flestum sviðum – taka í sundur allt sem gæti staðið í vegi þess með því að breyta lögum, leggja niður eða veikja eftirlit, einkavæða – og hafa almennt horn í síðu ríkisvaldsins.
Þessi hugmyndafræði varð allsráðandi hér eins og víðar – líklega var hún meira áberandi hér en í flestum löndum Evrópu að Bretlandi og Írlandi undanskildum.