Þeir eru að spila bút úr umræðum á Alþingi á Rás 2. Frá því í morgun skilst mér.
Manni verður bara hálf illt af því að hlusta á þetta.
Hvað er að á Alþingi? Er það svona illa mannað? Eða eru allir mannasiðir komnir út um gluggann? Er það núorðið eina hlutverk þingsins að standa í einhverju gjammi?
Nú á svokölluð sannleiksnefnd þingsins að skila af sér eftir nokkra daga. Maður spyr: Hvað kemur út úr því? Og hvernig ætlar þingheimur að ræða álit hennar?