Einhvern veginn finnst manni að á niðurskurðartímum í ríkisbúskapnum sé sérlega lítil ástæða til að koma á fót sérstakri Fjölmiðlastofu.
Guðbjartur Hannesson, nýr heilbrigðis-og félagsmálaráðherra, var einmitt að tala um að ýmsar puntstofnanir á vegum ríkisins yrðu að víkja á svona tímum.
Fjölmiðlastofu er ætlað að hafa úrskurðarvald í málefnum fjölmiðla – eða þannig skil ég málið. En hverjir eiga að sitja þar inni, hvaða einstaklingar eiga að fara með slíkt vald?
Í stjórnarskránni er líka tryggt tjáningarfrelsi. Stjórnarskráin er æðri öðrum lögum. Og tjáningarfrelsisákvæði hennar hljóta að vera æðri því sem kemur frá kontóristum á Fjölmiðlastofu.