fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Berjaruglingur

Egill Helgason
Mánudaginn 6. september 2010 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan mín kom heim með stikilsber og sauð úr þeim merkilega sultu, alveg eðalfína.

Þegar við fórum að ræða berin varð ég fyrir áfalli.

Einu sinni las ég Huckleberry Finn eftir Mark Twain og er þeirrar skoðunar að hún sé ein mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Gæti jafnvel verið The Great American Novel.

Á íslensku heitir bókin Stikilsberja Finnur.

En nú skilst mér að stikilsber séu ekki huckleberries.

Huckleberries eru eins konar bláber.

En stikilsber eru það sem kallast gooseberries.

Einhver þýðandi sagna Mark Twain hefur farið að hringla með þetta og líklega fundist að Stikilsberja Finnur hljómaði nokkuð vel.

HuckleberryFinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“