Konan mín kom heim með stikilsber og sauð úr þeim merkilega sultu, alveg eðalfína.
Þegar við fórum að ræða berin varð ég fyrir áfalli.
Einu sinni las ég Huckleberry Finn eftir Mark Twain og er þeirrar skoðunar að hún sé ein mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Gæti jafnvel verið The Great American Novel.
Á íslensku heitir bókin Stikilsberja Finnur.
En nú skilst mér að stikilsber séu ekki huckleberries.
Huckleberries eru eins konar bláber.
En stikilsber eru það sem kallast gooseberries.
Einhver þýðandi sagna Mark Twain hefur farið að hringla með þetta og líklega fundist að Stikilsberja Finnur hljómaði nokkuð vel.