Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég undanfarið notað orðið „hrunkvöðull“.
Höfundur orðsins er Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og dagskrárritstjóri á Ríkisútvarpinu, fjarskalega málhagur maður og skemmtilegur.
Flestir landsmenn þekkja röddina hans Gunnars, því hann hefur lesið inn á marga þætti sem eru sýndir á Rúv.
Og orðið er ansi gott – maður getur jafnvel sagt að það sé ísmeygilegt.