Maður skilur ekki alveg fréttir sem segja manni að útrásarvíkingar séu meðhöndlaðir með silkihönskum.
Björgólfur Thor fær niðurfelldar persónulegar ábyrgðir á Íslandi og ef áætlanir um framtíð Actavis ganga eftir getur hann orðið margmilljarðamæringur aftur.
Jón Ásgeir og fjölskylda gera eitthvað sem kallast „kyrrstöðusamningur“ við Arionbanka. Það þýðir að ekki leggjast vextir á skuldir hans, hann fær að vera í friði með félag sitt sem nefnist Gaumur.
Fær almenningur í þessu landi svona trakteringar með sínar skuldir?
Nei, auðvitað ekki.