fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Innlimun

Egill Helgason
Föstudaginn 3. september 2010 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson skrifar grein í Fréttablaðið í gær og hún verður varla skilin öðruvísi en að hann myndi greiða atkvæði með áframhaldandi aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, Lokaorð greinarinnar er varla hægt að túlka öðruvísi:

„Endanlegar ákvarðanir í þessu umdeilda máli koma hins vegar til með að liggja hjá þjóðinni. Við deilum um markmið og leiðir en hlítum síðan úrskurði þjóðarinnar. En til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun þurfa allar staðreyndir að vera ljósar. Það er málefnalegt. Hræðsluáróður, spyr séra Þórir. Staðreyndir geta náttúrlega vakið óróa, jafnvel ótta. Ef eitthvað er að fara úrskeiðis í þessu ferli, þannig að það valdi okkur áhyggjum, þá ræðum við málið – orð eru til alls fyrst – og færum það síðan til betri vegar.  En á endanum þá á þetta mál einsog öll stór mál sem varða þjóðarhag að vera í ákvörðunarvaldi þjóðarinnar. Og þannig verður það. Það er kjarni málsins.

Ögmundur var í sumar gagnrýndur fyrir nokkuð hæpnar fullyrðingar um Evrópusambandið, þegar hann talaði um lífsrými, glerperlur og eldvatn. Í raun má segja að hann bæti um betur í grein sinni. Þar er nefnilega talað um „innlimun“ Austur-Evrópuríkja í ESB.

Austur-Evrópuríki voru sum hver innlimuð bæði í Hitlers-Þýskaland og Sovétríki Stalíns. Hvað ætli ráðamönnum þar finnist um meinta „innlimun“ ESB? Það mætti til dæmis spyrja Eista, Letta og Litháa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“