fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Börnin teikna Pútín

Egill Helgason
Föstudaginn 3. september 2010 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Rússlandi er starfandi heil ungliðahreyfing sem dýrkar og dáir Vladimir Pútín, fyrrverandi forseta, núverandi forsætisráðherra.

Aðdáunin á þessum sterka stjórnmálamanni ríður ekki við einteyming. Hér er vefur sem er helgaður teikningum sem börn hafa gert af Pútín. Þarna eru myndir af honum í ýmsum hlutverkum, hann líknar sjúkum, vaggar börnum, iðkar júdó, gengur á fjöll, heldur uppi Móður Rússlandi.

En það eru alltaf einhverjir sem ekki eru ánægðir. Hér á þessari síðu heldur Grigori Pasko því fram að sonur hans teikni aldrei myndir af Pútín – og gefur jafnvel í skyn að börnunum hafi verið uppálagt að gera myndirnar af leiðtoganum mikla.

IMG_1342

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“