fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Grein fjögur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. september 2010 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í yfirlýsingu vegna breyttrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru nefnd tuttugu atriði. Sumt eru almælt tíðindi, annað er nokkuð merkilegt. Þar á meðal grein númer fjögur:

„Lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð á grunni niðurstöðu sáttanefndar og breytingar á stjórnarskrá (sameign á auðlindum) tryggðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin ef ekki næst viðunandi sátt.“

Þarna er gefið sterkt fyrirheit um að framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins verði ákveðið í lýðræðislegri kosningu – en um leið er þetta eins og svipa yfir nefndinni sem nú er að störfum og á að finna tilhögun sem getur orðið sátt um. Ef hún stendur sig ekki, þá fær þjóðin að ákveða.

Athygli vekur að í yfirlýsingunni er ESB ekki nefnt á nafn né heldur aðildarviðræður við sambandið. Er það tilviljun eða er það gert til að hlífa tilfinningum VG-ara?

Hins vegar er sagt að fækka eigi ráðuneytum enn frekar – þannig að Jón Bjarnason þarf kannski ekki að kemba hærurnar í ráðuneyti sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“