Það er mikið fjallað um Ómar Ragnarsson sem er að verða sjötugur eftir fáeina daga og ekki nema maklegt, Ómar er afburða skemmtilegur, klár og skrítinn.
En maður hugsar til þess að í alþingiskosningunum 2007 bauð Ómar sig fram til Alþingis. Bæði var að hann taldi sig eiga erindi þangað inn – og líka hitt að ég held að hafi alltaf blundað í honum þingmaður.
En kjósendur völdu hann ekki. Þeir vildu frekar gömlu flokkana og liðið sem var uppalið innan þeirra. Það er eiginlega alveg háðulegt að hugsa um þetta núna.