fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Ein stærsta svikamylla Íslandssögunnar

Egill Helgason
Föstudaginn 10. september 2010 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af gefnu tilefni birti ég aftur grein sem ég setti hér á vefinn 14. mars 2009. Í henni er birt fundargerð úr stjórn Glitnis þar sem er sýnt fram á að ráðherrar beittu stjórn bankans ofurþrýstingi til að fá þá til að laga peningamarkaðsstjóði. Nú kemur fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins fram og segir að bankastjórnendum hafai ekki verið gefin fyrirmæli um að kaupa eignir peningamarkaðssjóðanna. Þetta tengist því áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að stjórnvöld á Íslandi kunni að hafa stýrt þessu ferli – það hafi ekki verið sjálfstæðar ákvarðanir í bönkunum sem lágu að baki.

Þess má geta að Fjármálaeftirlitið reyndi að fá saksóknara til að draga mig fyrir dómstóla vegna birtingar þessara fundargerða. Eftir nokkra íhugun ákvað saksóknari að það yrði ekki gert.

Athugasemdir sem fylgja með eru frá þeim tíma að greinin birtist fyrst.

— — —

Hvað hefði gerst á Íslandi ef ekki hefði verið ákveðið að laga stöðu peningamarkaðssjóðanna sem þúsundir Íslendinga voru plataðir til að leggja fé í?

Plataðir, segi ég. Því þegar bankarnir gátu ekki fengið lánsfé lengur fóru þeir í æðislega herferð til að safna fé inn í þessa sjóði. Þeir voru svo notaðir til að kaupa skuldabréf af íslenskum félögum – sem ekki gátu fengið lánafyrirgreiðslu erlendis lengur.

Þetta er eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd þingsins og sérstakur saksóknari hljóta að skoða vandlega.
Og maður trúir ekki öðru en að það komi á endanum til kasta dómstóla.Glitnir og Landsbankinn gengu harðast fram í þessu. Kaupþing tók ekki jafnmikinn átt – í hinum bönkunum var gert grín að Kaupþingi vegna þessa – en stjórnendur bankans og eigendur hans voru meira í því að braska með krónuna. Það var þeirra stóriðja á þessum tíma.

Það var hringt linnulaust í sparifjáreigendur. Þeim var sagt að fé þeirra væri mun betur borgið í peningamarkaðssjóðunum.

Þeir væru 100 prósent öruggir.

Það var meira að segja farið heim til fólks. Heim til eftirlaunaþega. Ungt brosandi fólk bankaði upp á í þjónustuíbúðum og sagði hvað þetta væri allt frábært.

Þetta var gígantísk svikamylla. Það er ekki til annað orð yfir það.

Við hrunið var fljótt gripið til aðgerða til að laga stöðu helstu peningamarkaðssjóðanna. Inn í Sjóð 9 voru settir 11 milljarðar eftir hrun Glitnis.

Eins og sjá má á meðfylgjandi fundargerðum úr stjórn Glitnis lagði ríkisstjórnin, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, ofuráherslu á að keypt yrðu verðlaus skuldabréf út úr sjóðnum.

Þetta var gert til að róa þá sem áttu fé þar inni. Líklega í von um að ekki yrði áhlaup á sjóðinn.

Svo féll bankinn nokkru síðar. Og hinir bankarnir líka.

Þá var farið í enn stórtækari aðgerðir til að laga sjóðina. Nýju ríkisbankarnir settu 200 milljarða í sjóðina eftir hrunið – áður en greitt var úr þeim. Vart er hægt að segja annað en að þessi fjárhæð hafi verið tekin af almannafé.

Kannski var þetta nauðsynleg aðgerð –annars hefði kannski brotist út uppreisn sem svikin millistéttin hefði tekið fullan þátt í.

En pappírarnir sem voru keyptir út úr sjóðunum voru verðlitlir. Þetta verð hefði ekki fengist fyrir þá á markaði. Og það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við það hvernig sjóðirnir voru kynntir, fjárfestingarstefnu þeirra, stýringu – og hinar eilífu yfirlýsingar um að þetta væri „100 prósent öruggt“.

Um þetta hafa alls ekki fengið fullnægjandi upplýsingar. Hvað fór fram bak við tjöldin þegar ákveðið var að nota þessa gígantísku fjárhæð í að laga stöðu sjóðanna? Það er ljóst að jafnræðisreglu var ekki gætt. Eigendur í sjóðum sem eru varðveittir annars staðar í bankakerfinu fengu ekki þessa leiðréttingu – eða hvað maður á að kalla það.

En fundargerðirnar úr Glitni segja sína sögu um hversu mikilvægt þetta þótti. Á stjórnarfundi að morgni 30. september samþykkir stjórn bankans ekki að setja fé inn í sjóðina. Bankastjórinn segir að málið hafi verið rætt við forsætisráðherra.

Um kvöldið sama dag er haldinn annar stjórnarfundur, kl. 21.30. Þá er samþykkt að setja fé inn í sjóðina og segir að þetta hafi sé gert eindreginna tilmæla frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

fundarger_ir300908.pdf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“