fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Vonir bundnar við Ögmund

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. september 2010 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni innflytjenda hafa verið í miklum ólestri hér – síðast kom upp mál brasilískrar konu sem hafði verið gift Íslendingi, skildi við hann og fær þá ekki lengur að vinna á frístundaheimili. Því miður er alltof algengt að erlendu fólki sem hér hefur búsetu sé sýnd óvirðing og jafnvel valdníðsla.

Þess vegna hljóta að vera miklar vonir bundnar við Ögmund Jónasson í hlutverki dómsmálaherra. Lengi vel hefur helst enginn mátt gegna þessu djobbi nema hann sé í Sjálfstæðisflokknum og útskrifaður úr lögfræðinni vestur á Melum. Ögmundur ætti að koma með ný viðhorf inn í ráðuneytið. Nánustu stuðningsmenn hans gera ábyggilega ráð fyrir því.

Það þarf til dæmis að taka til hendinni í þeirri leiðu stofnun Útlendingaeftirlitinu – og svo eiga Íslendingar að geta tekið miklu betur á móti flóttamönnum.

Sumir verða þó kannski áhyggjufullir yfir þessu, eins og til dæmis einn aðalmaðurinn á Moggablogginu sem gjarnan er vitnað til í Staksteinum og óttast að múslimar verði komnir í meirihluta á Íslandi innan tíðar, sérstaklega þó ef við göngum i ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“